Ekki trúa á það versta

Ekki trúa á það versta
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson)

Það er víst enginn eins.
Það ekki er til neins
að ætla að breyta því;
þú þarft ekki að reyna.

Þó oft það ergi þig
sem ekki angrar mig,
um aðeins eitt ég bið:
Þú takir til greina
að ekki er allt sem sýnist,
og ekki trúa á það versta í mér,
og ég skal trúa á það besta í þér.
En enginn breytir því sem orðið er,
það sérhver maður sér.

Á kafi í hverri sál
er kolsvart leyndarmál.
En það má vera þar;
á meðan það sefur
þá veistu hvað þú hefur,
og ekki trúa á það versta í mér,
og ég skal trúa á það besta í þér.
En enginn breytir því sem orðið er,
það sérhver maður sér.

Nú það máttu reyna
að alltaf vel ég meina
svo ekki trúa á það versta í mér,
og ég skal trúa á það besta í þér.
Þú breytir aðeins því sem orðið er
í huganum á þér.

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Logandi ljós]