Ekki vill það batna

Ekki vill það batna
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason)

Ekki vill það batna ástandið,
ennþá sama gamla vesenið,
ekki eru þeir blankir Óli Gríms og hinir
Sástu hvernig fór með fiskeldið
og fannst þér ekki skítt með loðdýrið
og finnst þér ekki allir orðnir ósköp linir?

Fólk er yfirleitt orðið skelfing þreytt,
það er bara eins og enginn geti lengur neitt.
Bölvað ástand er á öllu, líka mér.
Finnst þér kannski ennþá vera einhver harka í þér?

Denni minn á flestu undrandi er,
á óvart kemur margt sem gerist hér
enda þessu árans basli best að gleyma.
Enn er hún með á hausnum útgerðin,
enn er hún með hrekki sauðkindin,
við förum bara í lax og látum okkur dreyma.

viðlag

Nú fara sveitirnar á sýsluna
og sýslurnar þær fara á þjóðina
sem hefur ekki glóru um hvert hún á að fara.
Sjálfsagt er að skreppa í sólarferð.
Ég sé ekki að ég geti, en ég verð,
við kunnum ekki aðra aðferð til að spara.

viðlag

Ef bankinn minn nú kaupir bankann hinn
og bankinn ykkar Sverris kaupir minn,
hvað ætli lægstu vextir þurfi að vera?
Það nálgast hratt sú stund að við náum því
að nefndir verði allir komnir í,
veit einhver hvað við eigum þá að gera?

viðlag

[á plötunni Ríó tríó – Ekki vill það batna]