Eldgamla ísafold

Eldgamla Ísafold
(Lag / texti: J.B. Lully / Bjarni Thorarensen)

Eldgamla ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð.
Mögum þín muntu kær,
meðan lönd gyrðir sær
og gumar girnast mær,
gljár sól á hlíð.

Eldgamla ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð.
Ágætust auðnan þér
upp lyfti, biðjum vér
meðan að uppi er
öll heimsins tíð.

[m.a. á plötunni Árnesingakórinn í Reykjavík – Ljósanætur]