Garún

Garún
(Lag / texti Magnús Eiríksson)

Hratt er riðið heim um hjarn, torfbærinn í tunglsljósinu klúkir.
Draugalegur, dökkklæddur Myrkárdjákni á hesti sínum húkir.
Tunglið hægt um himin líður, dauður maður hesti ríður – Garún, Garún.

Höggin falla á dyrnar senn, kominn er ég til þín enn, ó Garún.
Öll mín ást í lífinu sem ég elskaði og tilbað alltaf var hún.
Komdu með mér út að ríða, lengi hef ég þurft að bíða – Garún, Garún.

Tvímennt er úr hlaðinu út að hálu vaðinu, smeyk er hún.
Djákninn ríður ástarsjúkur, holar tóftir berar kjúkur, Garún.
Tunglið hægt um himin líður, dauður maður hesti ríður – Garún, Garún.

[m.a. á plötunni Mannakorn – Í gegnum tíðina]