Gríma

Gríma
(Lag / texti: Atli Örvarsson / Friðrik Sturluson)

Oft rætast órarnir
sem ólga innan í mér.
Móti vilja mínum sjást þeir samt
gegnum samviskunnar gler.
Þar lúrir leyndarmál
sem lætur vita af sér.
Ef það dettur fram í dagsljósið
vogir dómur yfir mér.

Á stundum finn ég mér felustað
í flóru orða,
en nú þarf ekki það.

Gríma, gríma,
viltu greiða úr minni hönk.
Settu englasvip á andlitið
þegar orðin verða blönk.
Gríma, gríma,
það er grugg í sálarhyl.
Viltu leyna því með látbragði
þegar lýgin verður til.

Í lífsins leikriti
er lygin stundum sönn.
Og ég leyfi mér að lítilsvirða boðorð eða bönn.
Ég geng með grímuna
og gáðu grimmt að þér.
Ef hún tollir heilu tímana
vofir dómur yfir mér.

Þó vaxi arfi um minn innri mann,
það enginn veit
því ég sýni aldrei hann.

Gríma, gríma…

[á plötunni Stuttur frakki – úr kvikmynd]