Grýla

Grýla
(Lag / texti: Leifur Hauksson / Pétur Gunnarsson)

Nú er hún Grýla dauð,
hún gafst upp á að róla sér á róluvöllunum.
Það vildi’ enginn gefa’enni brauð
og hún fékk engan frið fyrir öskuköllunum
sem tæma’ allar öskutunnur,
svo tómur er Grýlu munnur.
Sem tæma’ allar öskutunnur
svo Grýla fær ekki neitt.

Á endanum hún tók til bragðs að róla endalaust,
af öllum kröftum hærra’ en nokkur má.
Og þegar hún var komin ofsa ofsa hraða á,
sleppti’ hún taki‘ og þaut um loftin blá.

Grýla hún lenti’ uppi á Esju
og síðan er hún bara til í barnabókunum.
Líka í leiðurum blaða
til að hræða fólk frá hærri og meiri kaupkröfum.
En Grýla gamla’ er steindauð
og Leppalúði líka,
krakkar og öskukallar
ráku þau á braut.

Á endanum hún tók til bragðs að róla endalaust,
af öllum kröftum hærra’ en nokkur má.
Og þegar hún var komin ofsa ofsa hraða á,
sleppti’ hún taki‘ og þaut um loftin blá.

Grýla, fýla, appelsína

En Grýla gamla’ er steindauð
og Leppalúði líka,
krakkar og öskukallar
ráku þau á braut.

Á endanum hún tók til bragðs að róla endalaust,
af öllum kröftum hærra’ en nokkur má.
Og þegar hún var komin ofsa ofsa hraða á,
sleppti’ hún taki‘ og þaut um loftin blá.

Lalalalalala…

[m.a. á plötunni Hrekkjusvín – Lög unga fólksins]