Gult og rautt (Haustlitir)

Gult og rautt (Haustlitir)
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason)

Gult og rautt, haust í heitum litum.
Hjartans skóg sumarsins englar, prútt og nett
nú hafa kvatt, aðeins skilið eftir sporin sín létt.
Fallandi lauf þau fela senn.

Um lönd þeirra leiðist hljótt
lævís nótt
og felur tímans töfrastaf.

Sumarsins yndi, ást og von
einbúans skógargöng
kvaddi en haustið hélt þar inn
heitan með litasöng.

Og enginn man ástarljóðin fögur
sem ortu þau tvö,
hvort fyrir annað sumarlangt.

Og hver mun nú vitja hans,
vera hans sem vaktar einn
sinn hljóða skóg.

Laufagull litar jörð
og grefur allt í gleymskuþögn.

[Af plötunni Ríó tríó – Ungir menn á uppleið]