Guttavísur (Sagan af Gutta)

Guttavísur (Sagan af Gutta)
(Lag / texti: Bellmann / Stefán Jónsson)

Sögu vil ég segja stutta
sem að ég hef nýskeð frétt.
Reyndar þekkið þið hann Gutta,
það er alveg rétt.
Óþekkur er ætíð anginn sá,
út um götur stekkur hann
og hoppar til og frá.
Mömmu sinni unir aldrei hjá
eða gegnir pabba sínum,
nei, nei það er frá.
Allan daginn út um bæinn
einatt heyrast köll í þeim;
“Gutti, Gutti, Gutti, Gutti,
Gutti komdu heim”.

Andlitið er á þeim stutta
oft sem rennblautt moldarflag,
mædd er orðin mamma hans Gutta,
mælir oft á dag:
“Hvað varst þú að gera Gutti minn?
Geturðu ekki skammast þín að koma svona inn.
Réttast væri að flengja ræfilinn.
Reifstu svona buxurnar og nýja jakkann þinn?
Þú skalt ekki þræta Gutti,
það er ekki nokkur vörn.
Almáttugur en sú mæða
að eiga svona börn”.

Gutti aldrei gegnir þessu,
grettir sig og bara hlær.
Orðinn nær að einni klessu
undir bíl í gær.
On‘af háum vegg í dag hann datt,
drottinn minn og stutta nefið
það varð alveg flatt.
Eins og pönnukaka, er það satt?
Ójá, því er ver og miður þetta var svo bratt.
Nú er Gutta nefið snúið,
nú má hafa það á tröll.
Nú er kvæðið næstum búið,
nú er sagan öll.

[m.a. á plötunni Bessi Bjarnason Bessi Bjarnason syngur hinar góðkunnu barnavísur Stefáns Jónssonar]