Hafið, bláa hafið

Hafið bláa hafið
(Lag / texti: Friðrik Bjarnason / Örn Arnarson [Magnús Stefánsson])

Hafið bláa hafið hugann dregur,
hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur,
bíða mín þar æskudrauma lönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyrr,
bruna þú nú bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum,
fyrir stafni er haf og himinninn.

[m.a. á plötunni Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga – Ég bíð eftir vori]