Hann elskar líka þig

Hann elskar líka þig
(Lag / texti: höfundur ókunnur / Valgeir Guðjónsson)

Ég þarf ekki að óttast
og örvænta um minn hag,
ekki er ég einsömul
einn einasta (drottins) dag
því herra minn á himnum við hönd sér leiðir mig,
hans ást mig vefur örmum
og hann elskar líka þig.

ég syng honum til dýrðar,
ég syng af því ég finn
hans ást mig vefur örmum,
hann elskar líka þig.

[á plötunni Íslensku dívurnar – Frostrósir]