Heim

Heim
(Lag / texti: KK (Kristján Kristjánsson))

Þá fyrstu geislar dagsins kímdu,
lagði hann af stað.
Karl varð ekki hvikað frá
hvernig sem hún bað.

Hún varð eftir heima,
ástargullið sanna eina.
Kvaddi hana sárum,
skildu þau í beiskum tárum.

Settist að í stórborginni,
hafði í og á,
gleymdi aldrei fyrra lífi,
vel þjakaður af þrá.

Sofnaði hann með sorg í hjarta,
þá hugsaði hann um landið bjarta.
Dreymdi hann um nætur langar,
brjóstin mjúk og heitan vanga.

Vaknaði hann einn morguninn
í reykmettaðri sól,
einmana með milljón manns,
hann hafði fengið nóg.

Hugur stefndi heim á við,
ferðin þoldi enga bið.
Með mjúkan faðm í sigti,
báða hæla í nára þrykkti.

Steig úr hafi landið bláa,
von í brjósti hlær,
birtist honum langþráð sýn,
blóðheit villimær.

Felldu óðar klæðum,
sýður blóð í þessum æðum.
Sigldur maður vígur,
hoppar, gleðidansinn stígur.

Sofna þau með gleði í hjarta,
dreymdi um ást og landið bjarta.

[á plötunni KK Band – Bein leið]