Hlíðin mín fríða

Hlíðin mín fríða
(Lag / texti: erlent lag / Jón Thoroddsen)

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna.
Á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir besta.

Sá ég sól roða,
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skaust úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

[m.a. á plötunni Álftagerðisbræður – Álftagerðisbræður tvítugir: Skála og syngja]