Í grýttu hjarta

Í grýttu hjarta
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Heimir Már Pétursson)

Í grýttu hjarta hrynja björg,
hulu svipt af nýrri sýn.
Sker í vatnið váleg braut,
vætir litur rauður lín.

Nóttin muldrar, mannahjörð
mænir tóman himin á,
færir þögla þakkargjörð
þeim sem allt vilja fá.

Sáð í skýin
sætum draum,
dreypt á dreggjum
dags í súrum glaum.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Hugsun]