Indæl andartök

Indæl andartök
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Hann púlar stíft því hana skal ei skorta neitt
en skelfing sem hún getur orðið þreytt,
að vakna er hann lúinn læðist inn
hvíslar; Góða nótt.
Ef vissi hann hvað í hennar huga býr, ó nei.

viðlag
Flýttu þér heim, færðu mér blóm,
það fína og dýra er auðnin tóm
ef sé ég ei ástina í augum þér.
Hin indælu andartak, ég krefst ei annars af þér.

Hún er alltaf ein
og árin líða hæg og sein.
Hún getur ekki skilið hvað hún gerði rangt,
hún gæfi hvað sem væri til að bæta það.
En breytist eitthvað ef hún segði nú.

viðlag

En honum finnst vart að vanti neitt á,
viss um þá ást sem gleymir þó að tjá.
Því meira hann sér,
þetta er sagan af þér og mér.

Svo ég flýtti mér heim, ég færði þér blóm
og fátækleg orð en sögð með hlýjum róm.
Ég vona þú sjáir ástina í augum á mér
og yndisleg andartök.
Já ég vildi eiga með þér.

Að ég megi eiga með þér
hin indælu andartök, þú krefst ei annars af mér.
 
[á plötunni Björgvin Halldórsson – Eftirlýstur]