Langi-Mangi Svanga-Mangason

Langi-Mangi Svanga-Mangason
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Éta mat, éta mat,
éta lon og don
sagði‘ann Langi-Mangi,
Langi Mangi, Langi Mangi,
Langi Mangi, Langi Mangi
Svanga-Mangason.

Gamall maður Mangi hét,
sá Mangi svangur var.
Sonur Manga Mangi hét,
sá Mangi langur var.
Og gamli Mangi vann og vann
og vistir heim hann dró,
þær vistir Mangi yngri át
en aldrei fékk hann nóg.

Éta mat, éta mat,
éta lon og don
sagði‘ann Langi-Mangi,
Langi Mangi, Langi Mangi,
Langi Mangi, Langi Mangi
Svanga-Mangason.

Nei, það var engu lagi líkt
hvað Langi Mangi gat
í einu látið oní sig
af ýmis konar mat.
Lundabagga, bringukoll
og blóðmörsíður sex,
tíu sortir sætabrauðs
og súkkulaðikex.

Éta mat, éta mat,
éta lon og don,
sagði‘ann Langi-Mangi,
Langi Mangi, Langi Mangi,
Langi Mangi, Langi Mangi
Svanga-Mangason.

Og Svangi Mangi vann og vann
og vistir heim hann dró
og Langi Mangi át og át
en aldrei fékk hann nóg.
Ég mun ei greina meira hér
frá Möngum þessum tveim.
Ég held að nógu sorglegt samt
sé saga mín af þeim.

[m.a. á plötunni Þrjú á palli ásamt Sólskinskórnum – Ný barnaljóð Jónasar Árnasonar]