Leiðtogarnir

Leiðtogarnir
(Lag / texti: Gildran / Þórir Kristinsson)

Svífa á milli skýja,
svika fuglar.
Svartir englar
af illum eldsins krafti knýja.
Kaldir vindar
og kvikir djöflar
hatri heimum vígja.

Vígamenn, nú er stjarnan rauð,
aftur enn er vonin dauð.
Vígamenn farnir heim.

Þið svikuð okkar þjóð
og heima alla.
Brátt mun renna blóð.

Þið af öllum ljúgið
með bros á vör
og burtu fljúgið svo.
Á burtu ykkar böl,
ykkar bræður svíkja
engra kosta völ.

[á plötunni Gildran – Huldumenn]