Lestin er að fara
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson)
Standið klár á stöðinni.
Ekki missa af lestinni.
Engar töskur þurfum vér,
aðeins það sem innra er.
viðlag
Lestin er að fara.
Hún leggur upp í kvöld.
Í langferð milli tveggja heima.
Með í för er sálafjöld.
Já, lestin er að fara.
Ég og þú við förum með.
Hún kemur við í hverju landi.
Leiðarlok ófyrirséð.
Þér er boðið upp í ferð.
Andlegt fæði af bestu gerð.
Hvergi heyrist orðið “nei”
field er fararstjórinn May-.
viðlag
Ekkert endurgjald.
Engin skilyrði.
Enginn á fyrsta farrými,
heldur allir sem einn í rauninni.
viðlag
Já lestin er að fara
um fyrnindi og fjöll.
Að mörkum draums og veruleika,
hún mun flytja okkur öll.
[m.a. á plötunni Bandalög 8 – ýmsir]














































