Lífsins skapalón

Lífsins skapalón
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson)

Sólin hún er enn á sínum stað.
Sömuleiðis hungrið sem sverfur að.
Svörðurinn er ennþá sviðinn eftir svakalega tíð
og sorgin hreiðrar um sig enn á ný.

Vonin hún er veik en vakir enn.
Vilja´ekki´allir vaxa og verða menn?
Lengi hef ég reynt að finna lífsins skapalón,
því mér finnst ég ekki hafa lifað enn.

Tekur þetta aldrei enda?
Til hvers eru öll mín tár?
Hvar er þessi lífsins vegur?
Hvenær gróa þessi djúpu sár?
Merkilegt hve margir hafa
yfirdrifið meir´en nóg.
Meðan drengur deyr úr þorsta
drekkur maður sig í hel.

Veistu hver það var sem valdi mig?
Veistu hvort ég vildi nokkuð vera hér?
Tíminn er að tifa frá mér en það gerir ekkert til.
Ég snerti aldrei lífið hvort eð er.

[m.a. á plötunni Sálin hans Jóns míns – Sálin hans Jóns míns]