Mærin

Mærin
(Lag / texti: Gildran / Þórir Kristinsson)

Meyjan hrein,
sér þú til mín.
Alltaf ein,
bænin ein
ber mig til þín.
Meyjan hrein.

Faðir vor,
sér þú til mín.
Engin orð,
himna storð.
Tak mig til þín.
Faðir vor.

Bregður birtu,
mærin sofnar.
Dofnar dagur burtu,
daufri varpar glóð.

Kristur kær,
kom þú til mín.
Himni nær,
hatri fjær.
Tak mig til þín,
Kristur kær.

[á plötunni Gildran – Huldumenn]