Mömmustrákur

Mömmustrákur
(Lag / texti: Hörður Torfason)

Þú hefur æft þig allan daginn.
Nú ertu tilbúinn í slaginn.
Fjögra kvölda helgarlota bíður þín
og liðið sem þú hleypir inn má gæta sín.

Ef það gerir ekki eins og þú segir.
Þú getur kreist og lamið hvern sem er,
ef það hentar þér.
Lögreglan samþykkir og segir brosandi að þú megir;
kreista og lemja hvern sem er,
ef það henti þér.

Það fylgir sem „bónus” þínum störfum
að þú megir fullnægja öllum þínum leyndu þörfum.
Sem dyravörður ertu slíkur,
í kringum þig viltu hafa klíkur,
fæst það fólk læturðu borga inn
eða bíða í kuldanum við innganginn.

Enda gerir það allt sem þú segir.
Til að falla’ að þínum þótta,
lifir fólk í sama ótta.
Sýnir af sér ofbeldi og yfirgang,
ókurteisi, heimsku og djöflagang.
Það hlýðir öllu sem þú segir.

[á plötunni Hörður Torfason – Tabú]