Marsbúa cha cha cha

Marsbúa cha cha cha
(Lag / texti: Sigurður Jónsson)

Marsbúarnir þeir lentu í gær
og komu úr diski með ljósin skær.
Þeir reyndu að kenna mér smá rokk og ska
en það besta var samt cha cha cha.
Þeir eru gulir með hvítar tær
og kunna dansana frá því í gær.
Þeir elska perur og banana
en samt elska þeir mest cha cha cha.

viðlag
Og þeir keyra um sólkerfið kátir
og koma við þar sem þeirra er þörf.
Þeir eru bæði kúl og eftirlátir
og kenna okkur góð og falleg störf,
til dæmis;
að drekka súkkulaði,
borga gamlar skuldir,
slappa af í baði
og allt.

Marsbúarnir þeir hafa stæl,
geta dansað bæði á tá og hæl.
Þeir kunna rúmbu og smá samba
en samt kunna þeir best cha cha cha.
Þeir gera þetta, þeir gera hitt,
allt þar til gestirnir garga á spritt.
Þeir gera vel við barþjónana
en samt gera þeir best cha cha cha.

viðlag

[m.a. á plötunni Milljónamæringarnir – Allur pakkinn]