Miðbæjarhjartað
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Heimir Már Pétursson)
Heitur miðbær af mergðarsýki,
móðins ilmi, andlegri fátækt,
á inn kaffihúsum í skötulíki
skáldin orðlaus í málrækt.
Strákar í kjólum súrlega brosa,
skældir í framan af beiskju,
opnir og bældir Bubbarnir glotta,
svo bí á svipinn en litlir í hjarta.
En linsan góða frá Kammó og kó
kætir alla blinda,
miðbæjarhjartað frá Kammó og kó
kennir öllum að syndga.
Aðeins neðar í hæðinni hýru
hangir snobbið til sýnis.
Bókmenntagúrú og blaðasnápur
belgja sig út af skoðunum rýnis.
Þar eins vestar sjálfstæðis stormsveit
í Sævari Karli og sonum,
jarðsyngur mátt hinna smálegu mörgu,
mjúkir af víni, ábyrgum konum.
Við Austurríki í evrópskum anda
auðmenn Bakkusar standa,
stæltir menn í mörgæsabúning
mæla út ungmenni á landa.
Í daufum ljósum dælurnar soga
deyfingu í sprautuna langa.
Þeim sem ekki var ætlað að voga
vökva fíknina svanga.
[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Að mestu]














































