Nótt

Nótt
(Lag / texti Rúnar Þór Pétursson / Pétur Geir Helgason)

Nóttin nálgast furðu fljótt,
fald sinn yfir breiðir.
Norðurljósin dansa dátt,
duldar himins leiðir.

Í næturhúmi er notalegt
að njóta vel og lengi,
ekki er þá amalegt
að efla ástargengi.

Dimmar nætur dulúðar
drauma láta rætast,
margar stundir munúðar,
menn og konur kætast.

Með náðarfaðminn kemur nótt,
niðjum þreyttum bráðum,
sælt mun þá að sofna rótt,
sjúkum öllum þjáðum.

Nú er mikill máttur þinn,
mikið er ég feginn,
ég í sál mér friðinn finn
hérna og hinu megin.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Yfir hæðina]