Nú liggur á

Nú liggur á
(Lag / texti: Jens Hansson / Stefán Hilmarsson)

Það þarf að herða nokkuð róðurinn.
Tryggja hróðurinn.
Það gefur augaleið að þrenningin
komst í þrot.
Hér þarf að beita nýjum aðferðum.
Já, öðrum meðölum.
Göngum frá öllum lausu endunum
eins og skot.

Nú liggur á.
Það vofir yfir vá.
Þau mega ekki ná
af stað.
Hvert andartak,
hvert liðið augnablik,
þeim gerir hægt um vik.
Af stað!

Þetta’er í einu orði: vítisvél,
greinir Gabríel.
Í hendur honum lokaráðin fel
nú og hér.
Við höfum ennþá tromp á hendinni:
skrum og trúgirni.
Og alltaf stóla má á fáfræði,
sem betur fer.

Nú liggur á.
Það vofir yfir vá.
Þau mega ekki ná
af stað.
Hvert andartak,
hvert liðið augnablik,
þeim gerir hægt um vik.
Af stað!

Nú liggur á.
Það gæti myndast gjá.
Og það er af og frá.
Af stað!
Hvert andartak.
Er af afar mikilvægt.
En flýttu þér þó hægt.
Af stað!

[m.a. á plötunni Sálin hans Jóns míns – Logandi ljós]