Nammilagið

Nammilagið
(Lag / texti: Helga Jónsdóttir)

Mánudagur.
Ég fékk ekki tyggjó í dag,
ég fékk ekki tyggjó í gær,
ekki heldur hinn
eða heldur hinn,
heldur bara bimm-sala-bimm.

Þriðjudagur.
Ég fékk ekki kúlur í dag,
ég fékk ekki kúlur í dag,
ekki heldur hinn
eða heldur hinn,
heldur bara bimm-sala-bimm.

Miðvikudagur.
Ég fékk ekki sleikjó í dag,
ég fékk ekki sleikjó í gær,
ekki heldur hinn
eða heldur hinn,
heldur bara bimm-sala-bimm.

Fimmtudagur.
Ég fékk ekki súkkulaði í dag,
ég fékk ekki súkkulaði í gær,
ekki heldur hinn
eða heldur hinn,
heldur bara bimm-sala-bimm.

Föstudagur.
Ég fékk ekki ís í dag,
ég fékk ekki ís í gær,
ekki heldur hinn
eða heldur hinn,
heldur bara bimm-sala-bimm.

Laugardagur.
Ég fæ kannski nammi í dag,
ég fæ kannski nammi í dag,
ef ég verð gæðaskinn
fæ ég bland í pokann minn,
ég fæ kannski nammi í dag.

Sunnudagur.
Ég fer kannski í bíó í dag,
ég fer kannski í bíó í dag,
þá vil ég vera fín
eins og mamma mín,
ég fer kannski í bíó í dag.

[á plötunni Sönglögin í leikskólanum 2 – ýmsir]