Nú gaman gaman er
(Lag / texti: þýskt þjóðlag / Jónas Jónasson)
Nú gaman, gaman er
í góðu veðri’ að leika sér
og fönnin hvít og hrein
og hvergi sér á stein.
Ó, já, húrra, tra la
Svo bind ég skíði’ á fiman fót
og flýg um mó og grjót.
Húrra, húrra, húrra.
Og hér er brekkan há,
nú hleyp ég fram af, lítið á
og hríðin rýkur hátt,
ég held það gangi dátt.
Ó, já húrra, tra la.
Á fluginu mitt hjarta hló,
ég hentist fram á sjó.
Húrra, húrra, húrra.
Sú brekka þykir brött
og best að ganga fyrir kött
en ég tel ekki neitt
þó ennið verði sveitt.
Ó, nei, húrra, tra la.
Ég ösla skaflinn eins og reyka
og uni vel þeim leik.
Húrra, húrra, húrra.
[m.a. á plötunni Sönglögin í leikskólanum 2 – ýmsir]