Nú er gaman

Nú er gaman
(Lag / texti: erlent lag / Árni Sigurðsson)

Ég held ég elski Stínu, samt er ég ekki viss
því aðra fallegri ég sá í gær.
Ég rúnta nú um bæinn og vonast hana að sjá
og viti menn, brátt situr hún mér hjá.

viðlag
O – nú er gaman, kærastan og ég hér saman,
leiðumst um bæinn hönd í hönd um draumalönd,
nú er gaman.
O – nú er gaman, kærastan og ég hér saman,
leiðumst um bæinn hönd í hönd.
Ó nú er gaman.

Ég reiti af mér brandara og hvísla ástarorð
og hún segist vera til að fara á fast.
Þó langt sé liðið kvöldið á
er hvorugt okkar þreytt
og hún segist vera afslöppuð hjá mér.

Já nú er gaman…

Ó hve unaðsleg þessi stund er mér er þú brosir til mín.
Finn mig knúinn til þess að kyssa þig,
hamingjan nú hliðholl er,
hamingjan nú hliðholl er.

Já nú er gaman…

[á plötunni Deildarbungubræður – Saga til næsta bæjar]