Of góð

Of góð
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson)

Lífið kemur við kaunin,
kremur næmgeðja sál.
Alltaf önnur er raunin,
enginn skilur þitt hjartans mál.
Tilfinningin um tíma
tekur af þér öll völd.
Hún er hættuleg víma
og hún hefur alltaf betur.

Hún er of góð.
Hún er of sleip/slæg.
Hún er of góð, góð, góð.

Enginn veit sína ævi,
ekki’er úti öll nótt.
Loftið blandið er lævi,
líður yfir þig alltof fljótt.
Dugar lítið að dreyma,
dæmin sanna það öll.
Gjarnan vill maður gleyma
og þú gáir ekki að þér.

Inn í nóttina augun stara
einu leiðina fyrir þig.
Góða ferð, alla leið, góða ferð.

[m.a. á plötunni Bandalög 7 – ýmsir]