Oft spurði ég mömmu

Oft spurði ég mömmu
(Lag / texti: erlent lag / Loftur Guðmundsson)

Oft spurði ég mömmu er ung ég var:
„Sér enginn fyrir hvað verða kann?
Hlotnast mér fegurð, auðlegð og ást?“
Aðeins hún svara vann:

„Que sera sera, það verður og fer sem fer.
Hið ókomna enginn sér. Que sera, sera
verður og fer sem fer“.

Seinna ég oft spurði unnustann:
„Sér enginn fyrir hvað verða kann?
hljótum við gæfu, unað og ást?“
Aðeins hann svara vann:

Que sera sera…

Nú spyrja börn mín alveg eins:
„Sér enginn fyrir hvað verða kann?
Hljótum við fríðleik, auðlegð og ást“
Auðmjúk ég svara vann:

„Que sera sera, það verður og fer sem fer.
Hið ókunna enginn sér. Que sera, sera
verður og fer sem fer“.
Verður og fer sem fer.

[m.a. á plötunni Sigurður Guðmundsson og Memfismafían – Oft spurði ég mömmu]