Ó, Gunna

Ó, Gunna
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Ó, Gunna, elsku Gunna mín,
alveg eins og tunna, svo æðislega fín.
Ég ann þér, aftur fyrir rass,
þú ert mitt eina æðislega hlass.

viðlag
Vina, það er engin, engin önnur
æðisleg sem þú,
augun þín minna á augu í grárri kú.
Það er engin, engin önnur kona
ætluð fyrir mig.
Ó, elsku Gunna, ég elska bara þig.

Ó, Gunna, auli sem ég er,
ekkert fær haggað ást minni á þér.
Þú slærð mig stundum hreint í spað
en ekki dofnar ástin neitt við það.

viðlag

[m.a. á plötunni Ríó tríó – Allt í gamni]