Pálína með prikið

Pálína með prikið
(Lag / texti: norskt þjóðlag / Guðmundur Daníelsson)

Pálína með prikið, potar sér gegnum rykið,
rogast hún með rjóma, rembist hún með smjör.
Þetta verður veisla, vítamín og fjör.
Pálína með prikið, Pálína með prikið.

Pálína með pakkann, pjakkar heim allan bakkann.
Vertu ekki vond þótt vísan sé um þig,
Pálína með pakkann passar fyrir mig .
Pálína með pakkann, Pálína með pakkann.

[m.a. á plötunni Sigríður Beinteinsdóttir – Flikk flakk]