Stúlkan

Stúlkan
(Lag / texti: Kristján Blöndal / Ingimar Oddsson)

Stúlkan mín,
hún er svo sæt og fín,
hún stundar djassballett og er í vaxtarækt.
Á undan mér
hún gengur, dillar sér
þegar ég elti hana bæði hljótt og hægt.

Dái hana, ég þrái
og  fylgi henni eftir sérhvert skref
þar til hún hittir gæjann sinn,
þau keyra rúnt um miðbæinn.
Ég horfi á eftir vonsvikinn,
afbrýði og heift í hjarta finn.

Viðlag
Með hendurnar krepptar í vösum í strætó,
ég heimleiðis held inn í holuna.
Á morgun ég ætla að taka af skarið
og svellkaldur tjá henni ást mína.

Svo er hún
í módelsamtökum,
þegar hún sýnir föt þá fæ ég hana séð.
Snyrtivörur,
svo og hárgreiðslu
hún sýnir, vökull þá ég henni fylgist með.

Dái hana, ég þrái
og fylgi henni eftir sérhvert skref
þar til hún hittir gæjann sinn,
hann býður henni í sportbílinn.
Ég horfi á eftir hugfanginn,
svona‘ er að vera ástfanginn

Viðlag

[á plötunni Bandalög – ýmsir]