Svarta blómið

Svarta blómið
(Lag / texti: Gildran / Þórir Kristinsson)

Þekkirðu myrkrið þunga,
þagnarinnar sjávarnið.
Næturskugga dauðans drunga,
drottins djúpu harmamið.

Sorgin ein, ég sit og bíð.
Komir þú og gefir mér frið.
Vonin ein gefur grið.

Sárt það er að syrgja,
þá sálin vætist blóði.
Sorgina inni að byrgja,
brotna í tára flóði.

Hugann fyllir haustið,
horfin út í tómið.
Birtan bak við brjóstið,
blómstrar svarta blómið.

[á plötunni Gildran – Huldumenn]