Það aldin út er sprungið

Það aldin út er sprungið
(Lag / texti: erlendur sálmur / Matthías  Jochumsson)

Það aldin út er sprungið
og ilmar sólu mót,
sem fyrr var fagurt sungið
af fríðri Jesse rót.
Og blómstrið það á þrótt
af veita vor og yndi
um vetrar miðja nótt.

Þú ljúfa liljurósin
sem lífgar helið kalt
og kveikir kærleiksljósin
og krýnir lífið allt.
Ó, Guð og maður, greið
oss veg frá öllu illu
svo yfirvinnum deyð.

[m.a. á plötunni Aftansöngur jóla – ýmsir]