Þar er frelsið ekki til

Þar er frelsið ekki til
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Kristján Hreinsson)

Orðin fara í gegnum gemsa,
góðar sögur heyra má.
Kominn tími til að bremsa,
þú tryggir ekki eftir á.

Lífið er BMW á fullri ferð,
fáðu þér allt sem er af bestu gerð.

Skyldi vera gott að gefa
og geta fundið yl.
Falleg mynd í fangaklefa,
þar er frelsið ekki til.
Þar er frelsið ekki til.

Stundum getur maður málað
mynd af því sem ekki er leyft.
Fólk er orðið frekar brjálað,
frelsið dýru verði keypt.

Lífið er BMW á fullri ferð,
fáðu þér allt sem er af bestu gerð.

Skyldi vera gott að gefa
og geta fundið yl.
Falleg mynd í fangaklefa,
þar er frelsið ekki til.
Þar er frelsið ekki til.

[m.a. á plötunni Land og synir – Óðal feðranna]