Þegar þú ert hér

Þegar þú ert hér
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Stefán Hilmarsson)

Ég veðjaði á þig og vinninginn hlaut.
Og vorið kom með lauf og lífsförunaut.

Það er skrýtið hvernig skipast,
sólin skín við mér
og það lifnar yfir öllu
þegar þú ert hér.
Þú ert hér.

Að sumri til, tvö ein og eldroða ský
um óttubil og svo kom dagur á ný.

Enn ég sé í augum þínum
það sem enginn sér.
Og það leikur við mig lánið,
þegar þú ert hér.

Þú ert hér.
Þú ert hér.

Þú ert hér.

[á plötunni Land og synir – Óðal feðranna]