Þú ert

Þú ert
(Lag / texti: Þórarinn Guðmundsson / Gestur [Guðmundur Björnsson)

Þú ert yndið mitt yngsta og besta,
þú ert ástarhnossið mitt nýtt,
þú ert sólrún á suðurhæðum,
þú ert sumarblómið mitt frítt.

Þú ert ljósið sem lifnaði síðast,
þú ert löngunar minnar hlín,
þú ert allt sem ég áður þráði,
þú ert ósk, þú ert óskin mín.

[m.a. á plötunni Helgi Pétursson – Þú ert]