Þú vilt ganga þinn veg

Þú vilt ganga þinn veg
(Lag / texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson / Guðleif Einarsdóttir)

Þú vilt ganga þinn veg,
ég vil ganga minn veg.
Einhvern tímann mætumst við um miðjan völl.
Þú vilt gera hinsegin
og ég vil gera svona.
Síðan verðum við að mæta honum öll.

Þú ert lengst til hægri
og ég er lengst til vinstri.
Þú elskar svart, ég elska hvítt.
Þú ert á leið niður úr,
ég er á leið uppúr.
Ég þrái frið, þú snýrð þér við.

Þú vilt ganga þinn veg
og ég vil ganga minn veg.
Einhvern tímann mætumst við um miðjan völl.
Þú vilt gera hinsegin
og ég vil gera svona.
Síðan verðum við að mæta honum öll.

[m.a. á plötunni 100 íslensk 70‘ lög – ýmsir]