Tina stjörnur

Tina stjörnur
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Heimir Már Pétursson)

Tina stjörnur á himni,
fullur máninn lýsir nótt,
ég er víraður á sinni,
verð að finna lífið fljótt.

Ég er með fiðring í skónum,
blóðið kraumar og ég finn
þorstann læsa í mig klónum,
vindinn strjúka mér um kinn.

Fullur máninn mig tryllir,
móður leita ég að þér.
Bráðum kem ég og finn þig,
þú sleppur ekki undan mér.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Yfir hæðina]