Um svala nátt

Um svala nátt
(Lag / texti: Jens Hansson / Friðrik Sturluson)

Um svala nátt draumar svíkja mig
og í svipan burtu fljúga,
og til baka aldrei snúa.
Ég treysti á fátt, en ég trúi á þig.

viðlag
Því mun tíminn aðeins svara,
hvort allt verður betra þá.
Því mun tíminn aðeins svara
ef segir hann nokkuð frá.

Sem hafið kalt er mitt hugarþel,
þar ég hendi því sem hendir,
og á botninum það lendir.
Ég reyni allt ef að ráð ég tel.

viðlag

Ég nem ekki staðar hér;
það sorglega er
að allt sem að kemur, það fer.

Ég renni brá yfir röðulgrund,
morgunroðinn lyftir anda,
lýsir leiðina úr vanda.
Ef götu þá mun ég ganga um stund.

Því mun tíminn aðeins svara,
hvort allt verður betra þá.

Nýir dagar koma og fara
en segja þeir nokkuð frá?
Því mun tíminn aðeins svara,
nema líði hann hljóðlaust hjá.

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Logandi ljós]