Undir sólinni

Undir sólinni
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson)

Undir sólinni
segja menn að fátt sé nýtt.
Sjálfsagt er jú sitthvað til í því.
Og í rauninni
reynist ganga ósköp lítt
þó ég færi mig úr stað.

Einn undir sólinni.
Dag eftir dag,
veistu hvar ég verð.

Undir feldinum
flötum beinum liggur hann,
þessi fyrrum dáði riddari.
Og í arninum
loga minningar um mann
sem eitt sinn var og hét.

Einn undir sólinni.

Undir sólinni
segja menn að fátt sé nýtt.
Sjálfsagt er jú eitthvað til í því.
Stundum breytist þó
hvítt í svart og svart í hvítt.
Slíkt er tilfellið hér.

Einn undir sólinni.

Segðu mér,
fara sögur af því?
Kannast einhver,
kannast einhver við það?

[m.a. á plötunni Bandalög 7 – ýmsir]