Út úr sýn

Út úr sýn
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson)

Húsið er tveggja hæða,
hjónin eiga‘ allt sem þau dreymdi um.
Kallinn er úti‘ að græða
meðan hún er ein með tækjunum.
Vélar, sem vinna betur,
hún er vitlaus í að nota þær.
Sífellt í gang hún setur
og fær sælustrauma niður‘ í tær.

viðlag
Hún er út úr sýn, alein heima,
öllum klóm er stungið í.
Framin vélabrögð fram og aftur,
friðþægingu fær með því.

Gangsett, og tólin titra,
tækjafýsnin fer um hennar skrokk.
Glennir upp, augun glitra
er hún gamnar sér við tölvust[r]okk.
Daglangt er öll á iði
því hún elskar að fá í sig stuð.
Frúin vill vera‘í friði,
hún er frekar orðin rafmögnuð.

viðlag

Það er þetta‘ og hitt úr sér gengið,
eitthvað þarf að gera við.
Hún fær hjálparhellur annað slagið
sem herðir upp og hreinsar burt ryð.

[á plötunni Sálin af Jóns míns – Sálin hans Jóns míns]