Út um mela og móa

Út um mela og móa
(Lag / texti: ókunnur höfundur)

Út um mela og móa
syngur mjúkrödduð lóa
og frá sporléttum spóa
heyrist sprellfjörugt lag.

viðlag
A-a-a
hollera hahia hollerahaha húhú,
hollera hahia hollerahaha húhú,
hollera hahia hollerahaha húhú,
hollera hahia hó.

Út um strendur og stalla
hlakkar stór veiðibjalla,
heyrið ómana alla
yfir flóa og fjörð.

viðlag

Hérna er krían á kreiki,
þarna er krumminn á reiki.
Börnin léttstíg í leiki
fara líka í dag.

viðlag

Hljóma lögin við látum,
hæfir lífsglöðum skátum.
Rómi kveða með kátum
hérna kringum vorn eld.