Út með köttinn

Út með köttinn
(Lag / texti: Þorgeir Ástvaldsson / Bjartmar Guðlaugsson)

Út með köttinn, kvikindið er loðið eins og ljón.
Út með jólaköttinn, hann hefur unnið heljarmikið tjón.
Út með köttinn, hann er búinn að drekka seinna kaffið mitt
Út með jólaköttinn, hann er búinn að borða bjútíboxið þitt.

Út með köttinn, ég þoli ekki þetta skælda skinn.
Út með jólaköttinn, hann er búinn að éta besta kústinn minn.
Út með köttinn, því hann á ekki lögheimili hér.
Út með jólaköttinn, hann er kominn inn í taugarnar á mér.

Út með köttinn, kvikindið er loðið eins og ljón.
Út með jólaköttinn, hann hefur unnið heljarmikið tjón.
Hann hefur unnið heljarmikið tjón, þetta flón.

[m.a. á plötunni Pottþétt barnajól – ýmsir]