Verð að fá þig

Verð að fá þig
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Andrea Gylfadóttir)

Hvað ég vildi vera
fluga á vegg og hlera
þig.

Horfa á þig eina,
engu hafa að leyna
mig.

viðlag
Ég verð að fá þig.
Ég verð að fá þig nú.
Ég verð að fá þig.
Ég verð að fá þig nú.

Að yrkja til þín vísu
um ást með lof og prísu,
er mitt hjartans mál.

Þú veist hvað ég meina,
ég er bara að reyna
að kveikja ástarbál.

viðlag

Hverju má ég þakka
ef fæ ég þig að smakka,
sæta rós?

Þú geislar eins og sólin,
falin bak við hólinn,
ljúfa ljós.

Ég verð að fá þig.

[á plötunni Land og synir – Óðal feðranna]