Verndararnir góðu

Verndararnir góðu
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Á einni heiði út með sjó,
vabb foli dilli abba dæ dó dei,
býr útlend þjóð í spekt og ró.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Hún okkur verndar alla tíð
og ef við skildum lenda í stríð,
hún okkur ver í erg og gríð.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Þetta er okkar her
sem okkur leiðist, því er ver.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.

Þeir hafa fjölda flugvéla,
vabb foli dilli abba dæ dó dei,
sem fara áttu á haugana.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Og eina byssu eða tvær
og eflaust kunna að brúka þær,
en raunalegt hvað Rússinn hlær.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Iðka þar æfingar
en aðallega kvennafar.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.

Nei ekki plagar okkar þjóð,
vabb foli dilli abba dæ dó dei
úrkynjun né gamalt blóð.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Því börnin fæðast brún og létt
með boginn fót og trýnið grett,
sem Filipseyja fólkið nett.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Þetta er okkar her
sem engin borgar meðlög hér.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.

En nú er úti veður vott,
vabb foli dilli abba dæ dó dei,
þeir verða kannski‘ að fara á brott.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Og enginn verndar okkur þá
og engin fæðast börnin smá,
og ekkert hass mun hér að fá.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Fitna þá
fólkið má
sem forðum gekk þar suðurfrá.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.
Fitna þá
fólkið má
sem forðum gekk þar suðurfrá.
Vabb foli dilli abba dæ dó dei.

[m.a. á plötunni Ríó tríó – Best af öllu]