Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig

Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig
(Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson)

Vertu‘ ekki’ að horfa svona alltaf á mig
ef þú meinar ekki neitt með því.
Ef lagleg snót mig lítur á
ég litið get ekki upp og roðna alveg niður í tá.

Og ef ég verð í einni skotinn
ég aldrei þori að segja nokkurt orð.
En leynda ósk ég ætla að segja þér,
að þú viljir reyna að kenna mér.
Því ertu að horfa svona alltaf á mig
ef þú meinar ekki neitt með því?

[m.a. á plötunni Ragnar Bjarnason – Heyr mitt ljúfasta lag]