Von mín er sú

Von mín er sú
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Birgir Örn Steinarsson)

Brann út áður en kveikurinn komst nálægt loganum.
Beið samt með frosna drauma á klakanum, eftir hitanum.

Þá ég ætla mér að þíða.

Von mín er sú að ég þreytist ekki þó að reyni á.
Trú mín er sú að ég brotna ei þó þyngslin falli á.

Finnst betra að ganga og misstíga mig en leggja ei af stað.
Haltra, frekar en að hika á heimsins þröskuldum.

þá ég ætla að fara yfir.

Von mín er sú að ég þreytist ekki þó að reyni á.
Trú mín er sú að ég brotni ei þó þyngslin falli á.

Ég ætla mér…
Því trú mín er…

[á plötunni Land og synir – Óðal feðranna]