Vor við sæinn

Vor við sæinn
(Lag / texti: Oddgeir Kristjánsson / Árni úr Eyjum)

Bjartar vonir vakna
í vorsins ljúfa blæ,
bjarmar yfir björgum
við bláan sæ,
fagur fuglasöngur
nú fyllir loftin blá,
brjóstin ungu bifast
af blíðri þrá.

Í æðum ólgar blóð,
í aftansólarglóð,
ég heyri mildan hörpuslátt.
Ég heyri huldumál
er heillar mína sál,
við hafið svalt og safírblátt.

Komdu vina kæra,
ó komdu út með sjó,
bylgjur klettinn kyssa,
ó kvöldsins ró.
Viltu með mér vaka,
þú veist ég elska þig.
Komdu vina kæra
og kysstu mig.

[m.a. á plötunni Undurfagra ævintýr – ýmsir]