
Umbrot
Hljómsveitin Umbrot starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, nánar tiltekið eftir gos en nafn sveitarinnar á sér einmitt skírskotun til Vestmannaeyjagossins 1973.
Meðlimir Umbrots voru Einar Hallgrímsson gítarleikari, Bjartmar Guðlaugsson trommuleikari, Guðlaugur Sigurðsson hljómborðsleikari [?] og Friðrik Gíslason bassaleikari [?]. Þegar Bjartmar hætti í sveitinni tók Einar sæti hans við trommusettið en Elli Bjössi [?] tók við gítarleikara hlutverkinu.
Sveitin starfaði að minnsta kosti eitthvað fram á árið 1974.














































